15.11.1945
Neðri deild: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

6. mál, togarakaup ríkisins

Stefán Jóh. Stefánsson:

Nýbyggingarráð hefur nú leitað eftir kaupendum að 30 togurum, sem ríkið er að láta smíða, og það er ekki útrunninn umsóknarfrestur fyrr en 30. þ. m., og verður ekki fyrr séð, hvort fleiri kaupendur gefa sig fram, og þá ekki heldur, hvað margir fleiri. Og með því að hæstv. forsrh. hefur lýst því yfir fyrir hönd stj., að ef það komi í ljós, að það sé áhugi manna eða einstakra aðila fyrir að kaupa fleiri skip en þessi 30, þá mundi stj. leita sér heimildar til þess að geta staðið fyrir kaupunum, þá tel ég þá till., sem nú liggur fyrir, algerlega óþarfa og segi því nei.