16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1643 í B-deild Alþingistíðinda. (2370)

184. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Það er alveg rétt hjá hv. 2. þm. Skagf., að l. geta vel komið í gildi 1. júlí, því að þetta félli ekki niður með því. Þess vegna er það næstum sama, hvor brtt. er samþ. 1. júlí sparar hreppstjórum haustskýrslurnar, en um leið færist yfir á skattanefndir það starf. Það skiptir litlu. Hreppstjórum eru greidd föst laun, en skattanefndir fá greiðslu fyrir þá daga, sem þær vinna.