16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1648 í B-deild Alþingistíðinda. (2411)

226. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. S.-M. (IngP) er frsm. þessa máls, en er fjarverandi. En ég hef lofað að hlaupa hér í skarðið fyrir hann um framsögu. — Sjútvn. hefur mælt eindregið með því, að þetta frv. nái fram að ganga. Það er ekki um annað en nauðsynlega breyt. á fiskveiðasjóðslögunum. Vil ég því fyrir hönd n. mæla með því, að frv. verði látið ganga fram óbreytt.