16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1650 í B-deild Alþingistíðinda. (2429)

129. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Steingrímur Aðalsteinsson) :

Herra forseti. Frv. það, sem hér er á þskj. 265, er flutt af sjútvn. Nd. Það felur í sér tvær breyt. á lögum um siglingar. Fyrri brtt. er við k-lið 4. gr. laganna, og felst í henni, að ákvæðið skuli gilda fyrir skipstjóra, en stýrimenn þurfa ekki að uppfylla þetta skilyrði. Hin brtt. er við 8. gr. laganna og varðar rétt manna til að fá hin meiri stýrimannaréttindi. Til að fá þau verður maður eftir 16 ára aldur að hafa verið 3 ár háseti. Breyt. er miðuð við 30 smálesta skip í stað 60, sem áður var.

Sjútvn. hefur mælt með, að þessar breyt. verði gerðar, og leggur til, að frv. verði samþykkt.