05.04.1946
Efri deild: 100. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (2449)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég sé ekki ástæðu til að lengja umr. um málið með því að bæta miklu við það, sem hæstv. félmrh. sagði nú í ræðu sinni. Að því eru nokkur einstök atriði í ræðu hv. 6. þm. Reykv., sem hann flutti í sambandi við sínar brtt., sem ég hafði talið rétt að svara, en ég get látið það niður falla, því að höfuðatriðið er, að hv. þm. hefur lýst því yfir, að hann muni greiða atkv. með frv., þó að till. hans nái ekki fram að ganga. Um meginefni brtt. á þskj. 679 vil ég segja það, að mér finnst það hvort tveggja, bæði um fjáröflun byggingarsamvinnufélaga og Byggingarstofnunina, atriði til athugunar. En eins og málið liggur fyrir og þingstörfum er háttað, held ég það yrði til þess að stofna málinu í hættu, ef farið yrði að gera á því breyt., enda yrði þá að athuga þær till. miklu betur.