11.03.1946
Efri deild: 81. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1409 í B-deild Alþingistíðinda. (2456)

144. mál, Austurvegur

Frsm. (Eiríkur Einarsson) :

Ég skal vera stuttorður. Þegar ekki er hægt að segja neitt gott um bækur, þá er oft sagt um þær, að þær séu svo og svo margar blaðsíður að lengd, og er þetta í raun og veru nægilegt svar við ræðu hv. þm. Barð. Hann talaði um heimasjónarmið, hann þekkir það vel, en munurinn er bara sá, að annar er með heimabakað sjónarmið, en ég er hér með frv. um veg milli höfuðstaðarins og Suðurlandsundirlendisins. Aðrir nm. en ég eru utan af landi, nema enginn úr Barðastrandarsýslu, og þar hefur engra heimasjónarmiða gætt, heldur víðsýni. Hátalarinn tók ekki rétt upp það, sem ég sagði. Ég sagði, að mestur hluti n. væri skipaður fagmönnum, og það er því óþarfi af hv. þm. að vera með slíkan útúrsnúning.

Annars er það hálf-barnalegt af jafnsterkbyggðum manni og hv. þm. að hegða sér eins og hann gerði í ræðu sinni. Og það er broslegt að heyra þennan þm. tala um heimasjónarmið. Mig vantar bara „kómikina,“ en þetta gæti verið ágætt á senu. Ég lái honum þetta ekki, en hann á bara ekki að vera með vandlætingu. Hann talar um að fara yfir fen og foræði, en mþn. bendir á þessa leið, og það er ekkert aðalspursmál, hvort farið verður metra ofar eða neðar. en það á að hafa það, sem betra reynist.

Hv. hátalari sagði, að n. þyrfti að taka þetta betur til athugunar, en ég fyrir mitt leyti er reiðubúinn að ræða þetta og ætlaði að ræða þetta við ráðh., svo að þetta var óþarfi af honum, bara mannalæti og til að slá um sig.