11.03.1946
Efri deild: 81. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1409 í B-deild Alþingistíðinda. (2457)

144. mál, Austurvegur

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki ræða þetta frekar. Hv. þm. flúði alveg frá málinu. Ég óskaði eftir, að málið færi til n. sökum þess, að ef það kemur óbreytt frá n. við 3. umr., þá þarf annaðhvort leyfi forseta til að taka málið af dagskrá eða það þarf að liggja fyrir. En ef það væri tekið til athugunar, þá hafa þm. tíma á milli umr. til þess að kynna sér þetta. Ekki samt svo að skilja, að ég geri mér vonir um, að hv. form. n. skipti um skoðun.