13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (2521)

144. mál, Austurvegur

Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Mér er í rauninni óskiljanlegt það kapp, sem lagt er á það af hálfu flm. brtt. við 5. gr. að fá þá breyt. á frv., sem þeir fara fram á. Þegar felld var brtt. þeirra í hv. d. um að hafa tímatakmarkið 8 ár, þá koma þeir nú með 7 ár. Þetta er einkennilegur þrái. 6 ár hljóta að vera áætlunartakmarkið, ef kleift á að vera að framkvæma verkið. Ef efni og ástæður leyfa, eins og frv. segir, þá yrði ekki verið að verkinu meira en 6 ár. Það kann að vera, að hægt hafi verið að færa rök fyrir því, að tímatakmarkið hafi verið of þröngt. En allra sízt mátti víkka það um eitt ár, því að eins árs munur gerir enga breytingu. Ég vænti þess, að hv. þm. sjái þetta. Ég tala ekki fyrir munn n., heldur fyrir sjálfan mig. En ég geri ráð fyrir, að hjá meiri hl. n., sem vildi samþ. frv. óbreytt, standi við það sama.

Að öðru leyti vil ég ekki tefja umr. um þetta mál meira, og verða nú atkv. úr að skera.