28.03.1946
Efri deild: 94. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (2556)

29. mál, fræðsla barna

Frsm. meiri hl. (Ásmundur Sigurðsson) :

Herra forseti. Menntmn. hefur athugað þetta frv., sem hér liggur fyrir og náð hefur samþ. hv. Nd. Eins og nál. á þskj. 630 ber með sér, hefur n. ekki orðið sammála um það. Meiri hl. vill samþ. það með lítils háttar breyt., eins og sést á þessu þskj., en minni hl., hv. þm. S.-Þ., hefur lýst sig andvígan því. Þessar breyt. eru litlar, en þó þótti n. sanngjarnt að taka tillit til þess atriðis, þar sem kemur til greina aðstöðumunur á heimavistarbarnaskólum og heimangöngubarnaskólum.

Nú segir í 14. gr. frv.: „Í skólahverfum, þar sem svo hagar til, að börn geta ekki sótt heimangönguskóla, nema þeim sé ekið til og frá skólastað, er heimilt að greiða styrk til kaupa á skólabíl, er nemi allt að þremur fjórðu hlutum kostnaðarverðs.“ Meiri hl. þótti. sanngjarnt, að sömuleiðis skyldi greiða laun bifreiðarstjóra fyrir þann tíma, sem skólabíllinn starfar í þágu skólans. N. þótti það hliðstætt því ákvæði frv., sem er í gildandi l. um það, að ríkið greiði kaup ráðskonu við heimavistarskóla. Annað hefur meiri hl. ekki að athuga við frv. og mælir með því, að það verði samþ.