27.11.1945
Neðri deild: 40. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

92. mál, tekjuskattsviðauki 1945

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Þetta er stjfrv. borið fram í Ed. Eins og frv. ber með sér, er það shlj. frv. frá 1945, en er nú fram borið á ný vegna þarfa ríkissjóðs á þeim tekjum, sem frv. gerir ráð fyrir, því að fjárlfrv. var borið fram með tekjuhalla, þó að með þessum tekjum væri reiknað. Það mundi þess vegna ófært að láta þessar tekjur niður falla.

Tekjurnar af þessum tekjuskattsviðauka 1945 voru um 5 millj. kr., þó að ekki sé víst, að það innheimtist allt. Það má búast við, að tekjuskattsviðauki lækki í ár. Þó var hann meira miðaður við miðlungstekjur, en verður með þessu lagður meira á hærri tekjur, og af því má ætla, að geti orðið nokkur tekjuaukning.

Ég legg svo til, að frv. verði vísað til fjhn. að lokinni þessari umr.