15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (2560)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Sigurður Thoroddsen:

Ég hefði ekki kvatt mér hljóðs, ef ekki stæði svo á, að ég tel mig þurfa að lýsa skrifl. brtt., sem ég flyt. Öðrum brtt. mínum hefur ekki verið mótmælt. Hv. 8. þm. Reykv. sýndi fram á, að Alþingi ætti að ráða í landinu, en ekki Landsbankinn. Hann kvað sig reiðubúinn að greiða till. atkv. Umr. háfa ekki heldur haggað því, að önnur brtt. mín ætti rétt á sér. — Þessi skrifl. brtt. mín er á þessa leið: „Aftan við frv. komi svo hljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Ríkisstjórninni heimilast að endurgreiða toll af þeim innfluttum tilbúnum húsum, sem flutt verða inn á árinu 1946.“ Það kann að virðast, að þessi brtt, ætti fremur við sem brtt. á tollskrá. Það er nú í ráði að flytja inn 20 tilbúin hús. Ég tel réttlætanlegt að flytja þessa brtt. hér, til þess að létta undir með þeim, sem húsin flytja inn.