15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1713 í B-deild Alþingistíðinda. (2569)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Hv. 4. þm. Reykv. sagði, að glæsilegur árangur hefði náðst af setningu brbl. og forðað hefði verið frá því, að verkamannabústaðir hefðu verið reistir í kvos í stað holts. Satt er það, að þessi árangur náðist vegna þess, að Byggingarfélag alþýðu var hindrað í því að reisa fjölda íbúða. Og bústaðirnir á hæðinni urðu hundruðum þúsunda kr. dýrari en hinir hefðu orðið.

En viðvíkjandi kvosinni er það að segja, að þar rís nú upp eitt af skemmtilegustu hverfum bæjarins, þar sem þúsundir Reykvíkinga búa. Það var mjög glæsilegur árangur að hindra það, að fjöldi bygginga yrði reistur og aðrar miklu dýrari reistar í staðinn. Og svo kemur rúsínan: Það þurfti að setja menn frá stjórninni til þess að veita framkvæmdunum forstöðu. Það þurfti að setja Guðmund Í. Guðmundsson í staðinn fyrir Héðin Valdimarsson.

En ég endurtek það, að heimildin til þess að gefa út brbl. hefur aldrei áður verið misnotuð jafnherfilega og í þetta sinn.