20.03.1946
Neðri deild: 91. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2666)

181. mál, landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Það mál, er hér liggur fyrir á þskj. 463, er frv. til l. um landnám o. s. frv. Það er, eins og tekið er fram í grg., samið af nýbyggingarráði að tilmælum landbrh. Landbn. hefur haft málið til meðferðar, rætt það mjög og flytur allmargar brtt. við frv. Sumar eru orðabreyt., aðrar efnisbreyt. meiri og minni. Ég vil nú í fáum orðum fara í gegnum brtt. þessar.

Í 1. brtt. er aðeins um orðabreyt. að ræða, og þykir n. svo betur ,á fara sem í till. greinir. Ég segi svo ekki meir um hana.

2. brtt. við 2. gr. frv. er raunverulega aðalbreyt. n. En hún er á þá lund, að tekin séu inn í frvgr. ákvæði um nýbýlastjórn. Hún hafi yfirstjórn þessara mála í stað þess, að ætlazt er til, að einn embættismaður hafi hana með höndum. Um þessa brtt. varð ekki fullt samkomulag í n. Hv. 1. landsk. telur heppilegra að hafa það eins og gert er ráð fyrir í frv. sjálfu. Við hinir nm. álítum, að betur fari á, að nýbýlastjórn verði áfram starfandi á þessum vettvangi. En þetta eru stofnanir, sem engin trygging er fyrir, að hafi góða samvinnu. — Margar aðrar brtt. á þskj. 565 eru beinar afleiðingar af þessari. Ég fer hér ekki út í að skýra þær, er svo er ástatt um.

3. brtt. við 3. frvgr., sem er umorðun, er breyt. þess efnis, að landnámsstjóri fari eftir tilmælum nýbýlastjórnar. Segir í henni, að hann skuli hafa yfirumsjón með framkvæmdum, er nýbýlastjórn kunni að ákveða. Í þessari gr. er haldið fram, að 3 stofnanir, .sem þar eru greindar, skuli gefa æskilegar upplýsingar og veita aðstoð, eftir því sem þeim er unnt.

4. brtt. við 4. frvgr. er umorðun og nokkur afleiðing af breyt. um nýbýlastjórn. Gr. kveður svo á, að ríkisstj. skuli undirbúa ræktun lands, þar sem stofna skal byggðahverfi, einstök býli eða hefja meiri háttar ræktunarframkvæmdir. Haldið er niðurlaginu á þessari gr., að ríkissjóður greiði a. m. k. 2 millj. og 500 þús. kr. árlega næstu 10 ár og í fyrsta skipti árið 1947. Upphæð þessi er í raun réttri aukinn jarðræktarstyrkur. Er hann meiri en nokkru sinni áður hefur verið um að tala. Hann er bundinn við byggð í grennd við kaupstaði og kauptún.

Þá er það 5. brtt., sem er við 6. gr. frv., en hún er umorðun á niðurlagi gr. Þetta hefur orðið nokkurt ágreiningsatriði. Brtt. við brtt. n. hefur komið fram frá einum nm. Segir í henni, að heimilt sé að taka þær jarðir eða jarðahluta, sem ekki næst samkomulag um kaup á, eignarnámi til þeirra nota, er um ræðir. En í brtt. n. er gert ráð fyrir, að heimildin nái óskorað til þess að koma landspildum þeim í opinbera eign, sem einstakar jarðir í sjálfsábúð geta án verið, en ekki sé heimilt að taka þessi eignarumráð nema öll nýbýlastjórnin sé því sammála. Skal það raunar gert í samráði við landbrh. Þetta finnst okkur nm. nauðsynlegt tryggingarákvæði, svo að ákvæðunum verði ekki beitt of harkalega gegn einstökum mönnum. Einn maður má ekki hafa óskorað vald í þessum efnum.

6. brtt. við 7. frvgr. er bara orðabreyt. Gegnir sama máli um a-lið sem aðra liði. Það er nokkuð skýrt í b-lið þessarar brtt., að ef ágreiningur verður á milli sveitarstjórnar og nýbýlastjórnar um framkvæmdaratriði samkv. þessari gr., skuli það vera landbrh., sem sker úr.

8. brtt. er við 9. gr. og fer einnig í þá átt, að nýbýlastjórn hefur heimild til þess að semja við búnaðarsambönd eða bæjar- og sveitarfélög um að taka að sér frumræktun lands fyrir ákveðið gjald. Þessi brtt. er bundin við það, vegna þess að það er meira og meira að færast í það horf, að það eru búnaðarsamböndin eða ræktunarfélög, sem hafa með að gera stærri jarðræktarverkfæri til vinnu. Og ef þess er kostur, er heppilegasta leiðin, að nýbýlastjórn geti samið við þessa aðila um að taka þær nauðsynlegu framkvæmdir í þeirri ræktun, sem er á vegum ríkisins, en þurfi ekki að vera í því horfi, eins og fyrst var gert ráð fyrir, að haldið yrði uppi á vegum nýbýlastjórnar vinnuflokkum með vélar til þess að vinna það land, sem tekið er til ræktunar í þessa .átt. En að hinu leytinu er haldið því ákvæði, að þegar um slíkt er að ræða, þá sé bæjar- og sveitarfélögum, sem hlut eiga að máli, skylt að tryggja það, að nægilegt fé sé jafnan lagt fram og tryggt til framkvæmdanna, sem þar er verið að vinna að.

Þá er næst 9. brtt. við 10. gr., sem er umorðun á gr., og er sama fyrirkomulagi haldið að því er snertir einstök nýbýli eins og gert er samkv. 8. brtt. Þar er gert ráð fyrir, að samið sé við búnaðarsambönd og ræktunarfélög um að taka að sér ræktunarframkvæmdir upp á akkorð fyrir ákveðið gjald. Enn fremur er því haldið, sem í frv. er gert ráð fyrir, að það sé þó einkum miðað við það, að þessi ákvæði skuli koma til framkvæmda þar, sem hagkvæmara þykir að vinna stór svæði eða koma að fullkomnustu vélum.

Þá er 10. brtt., sem er ný 11. gr., og er alveg nýmæli frá n. hálfu inn í frv. Þessi brtt. fjallar um það, að það skuli í hverri sýslu vera skipuð 3 manna n. nýbýlastjórn til aðstoðar við þær margvíslegu ákvarðanir, sem koma til greina í þeim efnum. Er þá sérstaklega um að ræða val á landi til ræktunar og nýbýlastofnunar og enn fremur hitt, sem er mjög þýðingarmikið atriði, hvaða jarðir skuli vera útilokaðar frá þeirri aðstöðu, sem l., ef frv. verður að l., gera ráð fyrir. Undanfarið hefur þessu verið hagað á þá leið, að þegar nýbýlastjórn varð að skera úr um það, hvaða jarðir skyldu fá styrk til bygginga og hverjum skyldi veitt aðstoð til nýbýlastofnunar, þá hefur það vanalega verið hlutaðeigandi sveitarstjórn, sem í raun og veru úrskurðaði það, hvort hún áliti hlutaðeigandi jörð svo vel í sveit setta, að engin hætta væri á því, að hún færi í eyði, eða hvort hún væri illa í sveit sett gagnvart samgöngum og hvort hún fullnægði öðrum þeim þægindum, sem gert er ráð fyrir, að komi til greina í hinum strjálbýlli sveitum. Það er ekki því að leyna, að þessi aðstaða sveitarstjórna getur orðið mjög erfið, og fyrir innansveitarmenn er það miklu erfiðara, því að þetta eru oft og einatt viðkvæm mál. Landbn. vill þess vegna færa þetta nokkuð fjær með því að kjósa 3 manna n. í hverju sýslufélagi til þess að vera ráðgjafi og til aðstoðar á þessu sviði. Skuli einn nm. skipaður af nýbýlastjórn án tilnefningar og sé hann formaður n., en hinir 2 skulu tilnefndir af viðkomandi búnaðarsambandi. Það er til þess ætlazt samkv. þessari till., að þessi n. verði nýbýlastjórn og landnámsstjóra til aðstoðar og ráðuneytis innan sýslu um val á landi til nýbýla og undirbúning að þeim framkvæmdum, sem ráðgerðar eru samkvæmt þessum l. N. á einnig að hafa eftirlit með því, að fylgt sé ákvæðum og fyrirmælum l. og reglugerða, sem um þessi mál fjalla. Þá skal n. vera til aðstoðar og ráðuneytis þeim mönnum, sem óska að reisa nýbýli eða ganga í byggðarfélag, og einnig þeim bændum, sem eigi fá aðstoð til bygginga samkv. ákvæðum þessara laga.

Þá er 11. brtt., sem er breyt. á formi III. kafla, sem er samkv. frv. um Byggingarsjóð íslenzkra sveita. Okkur þykir nægilegt, að þetta sé um Byggingarsjóð eins og það er í gildandi l. og enn fremur, samkv. 12. brtt., að það sé nóg, að sjóðurinn heiti Byggingarsjóður, því að hér er ekki um að ræða að stofna nýjan sjóð, heldur er verið að efla sjóð, sem fyrir er og er með ákveðnu nafni.

13. brtt. er við 14. gr. Þar er um að ræða eitt aðalatriðið í þessu frv., aðalatriði, sem getur náttúrlega mjög orkað tvímælis, og er nokkur ágreiningur um það, þó að það yrði nú ekki í landbn. F`yrri hl. þessarar brtt. er að afnema í 1. málsgr. þessarar gr. það, að það megi ekki veita lán nema gegn fyrsta veðrétti í jörðum, og er sú breyt. okkar gerð af því, að það ákvæði er óframkvæmanlegt eins og það er í frv., vegna þess að það eru og hafa verið mjög mikil brögð að því, að meiri og minni lán hvíli á jörðum áður en kemur til um byggingarlán, enda hefur Byggingarsjóður fram að þessu lánað út á hvaða veðrétt sem er, hvort sem það er nú 3., 4. eða 5. veðréttur, ef tryggt er, að jörðin standi fyrir láninu. En að hinu leytinu er þessi brtt. umorðun á síðustu málsgr. gr., sem fer fram á, að það megi lána allt að 75% fasteignamatsverðs að viðbættu kostnaðarverði þeirra húsa, sem lánið er veitt til. Þá skal ég geta þess, að sá maður, sem ætlazt er til, að hafi með höndum framkvæmd þessara mála, bankastjóri Búnaðarbankans, er þeirrar skoðunar, að þarna sé allt of langt gengið með því að fara upp í 75% lán út á nýbyggt hús. 75% af kostnaðarverði er náttúrlega ákaflega mikið stökk frá því, sem nú er, því að þar er talað um, að það megi vera mest 9 þús. kr., og eins og nú stendur er það náttúrlega fjarri öllu að hafa slíkt hámark. En það er líka mjög mikið stökk úr 9 þús. kr. í 75% kostnaðarverðs, sem gæti orðið jafnvel 75 þús. kr. Enda þótt gert sé ráð fyrir lægri vöxtum af þessum lánum, sem sé 2%, er hér farið fram á fremsta hlunn. En eitt getur og komið til greina, sem hefur verið hugsað um síðan og n. láðist að taka fram, en það er, að það sé þó aldrei heimilt að taka lán út á nokkurt hús meira en 75%, því að það gæti komið fyrir samkv. brtt., að það væri hærra, ef ekki hvíldu neinar skuldir á jörðinni áður.

14. brtt. er ekkert annað en smávægileg orðabreyt. til þess að gera gr. gleggri og ekki verði villzt á því, að stjórn Byggingarsjóðs er gefin sú heimild, sem þar um ræðir, en ekki neitt annað.

15. brtt. er við 18. gr. og fjallar um það að fella niður 2. lið með þeim skilyrðum, sem þar eru sett fyrir því, að lán geti verið fallið í gjalddaga. Og þessi 2. liður gr. er þannig, að lán megi telja fallið í gjalddaga, ef eigendaskipti verða á jörðum, svo lánið er ekki lengur tryggt.

Þá er 16. brtt., sem fjallar um það að fella niður úr 21. gr. síðari málsgr., sem ákveður, að þessi sjóður skuli fá rétt til þess að fá ókeypis eigna- og veðbókarvottorð fyrir sjálfan sig. Við viljum fella þetta niður vegna þess, að það er hætt við því,, að ef einni lánsstofnun væri leyft þetta, kæmu aðrar á eftir með svipaðar óskir sér til handa.

17. brtt. er við 22. gr. frv. og er umorðun á gr., þannig að tekin sé inn í hana „nýbýlastjórn.“ Okkur fannst það gleggra, því að eins og það er í frv., þá mætti skilja það svo, að það væri bankastjóri Búnaðarbankans, sem ætlað væri að annast alla afgreiðslu á lánum, sem engum dettur í hug, að komi til greina.

18. brtt. er ekki annað en umorðun og eðlileg afleiðing af því, að nýbýlastjórn er tekin inn þarna til yfirstjórnar.

19. brtt. er efnisbreyt. Samkv. frv. er ákveðið, að það megi ekki veita lán til endurbyggingar á gömlum húsum nema svo gagnger sé, að skoða megi það sem nýtt hús. Við orðuðum þetta um á þann hátt, að fyrir orðin „sem algerlega nýja íbúð“ komi: sé jafngilt nýrri íbúð. Í mörgum tilfellum er það svo, að það er búið að byggja hluta af bænum og það er nýtt. Ef t. d. um raðabyggingu eða öðruvísi fyrirkomulag er að ræða, sem gerir mögulegt eða hagkvæmt að byggja íbúðarhús eða bæ í fleira en einu lagi, þá er það þægilegra í þessu sambandi að kveða svo á, að það jafngildi nýrri íbúð.

20. brtt. er ekki annað en orðabreyt., og skal ég ekki fjölyrða um hana.

21. brtt. er líka afleiðing af því, að nýbýlastjórn er tekin inn, og þarf það ekki sérstakrar skýringar við.

22. brtt. er við 27. gr. og er efnisbreyt. Samkv. frv. er gert ráð fyrir, að það skuli ekki telja byggðarhverfi nema saman séu 10 býli. Samkv. l., eins og þau eru nú, er þetta miðað við 5 býli og viljum við halda okkur við það takmark, enda er það svo, að landinu er þannig háttað, að það eru ekki líkur til þess, enda þó að landrými sé til þess á stöku stað að hafa 10 býli, að víða verði sett nema 5 saman.

23. og 24. brtt. eru aðeins orðabreyt. og afleiðing af fyrri brtt., og 25. brtt. er sömuleiðis afleiðing af þessari efnisbreyt., í stað „10 býla“ komi: fimm býli, og það er aðeins miðað við 5 menn í staðinn fyrir 10.

26. brtt. er orðabreyting, að í staðinn fyrir orðið „úrbyggt“ komi: úrskipt, því að til þess er ætlazt samkvæmt því sem gr. er að öðru leyti orðuð.

27.–28. gr. brtt. eru aðeins orðabreyt. og afleiðing af fyrri brtt.

Þá er 29. brtt. við 39. gr. frv. Hún er að því leyti efnisbreyt., að í fyrsta lagi er nýbýlastjórn sett þar inn sem stjórnaraðili eins og í hinu tilfellinu, og svo er því bætt við, að nýbýlastjórn sé heimilt, ef þess gerist þörf, að kaupa land til þess að reisa á nýbýli.

30. brtt. er ekki annað en orðabreyt. og afleiðing af fyrri brtt.

Um 31. brtt. við 42. gr. er ,það að segja, að í staðinn fyrir „Trúnaðarmenn skipaðir af stjórn sjóðsins“ komi: Héraðsnefndir nýbýlastjórnar, en þær eru ákveðnar samkv. 11. gr. í brtt. n. Trúnaðarmenn hefur Byggingar- og landnámssjóður haft víða um landið, sums staðar í hverri sveit, sums staðar fyrir stór svæði, en í stað þeirra er ætlazt til að komi héraðsnefndir.

Þá er 32. brtt. við 43. gr. Það er efnisbreyt. að því leyti til, að samkv. frv. er gert ráð fyrir því, að þegar jörð, sem lán hvílir á, er seld, gengur kaupum og sölum, þá hafi sveitarstjórnin alltaf forkaupsrétt eða rétt til þess að ganga inn í forkaupsrétt Byggingarsjóðs, ef hún óskar þess. Og um sölu óðalsjarða og ættarjarða fer eins og er í núgildandi lögum.

33. brtt. er um það að fella inn í frv. nýjan kafla, sem er kafli úr gömlu l. um Teiknistofu landbúnaðarins. Samkv. frv., eins og það er, er gert ráð fyrir því, að aðeins standi eftir þessi eini kafli af l. eins og þau eru nú. Okkur þótti þess vegna miklu réttara að taka þennan kafla um Teiknistofu landbúnaðarins inn í frv. Um þennan kafla þarf ekki að hafa mörg orð, hann er nálega óbreyttur frá því, sem hann var í gömlu l., en þó er orðabreyt., sem er afleiðing af þeim breyt., sem hér er ætlazt til, að verði gerðar á lögunum.

34. brtt. er aðeins um það, að niður falli sú gr., 44. gr. frv., sem vísar til Teiknistofu landbúnaðarins, en þegar kaflinn er tekinn inn um þessa stofnun, þá er sú gr. óþörf.

Síðasta brtt. er svo um það, sem þegar hefur verið tekið fram, að það er ætlazt til þess, að með þessum l., ef frv. verður að l., séu gömlu lögin um Byggingar- og landnámssjóð fallin úr gildi, þar sem ákvæði þeirra eru nú komin þarna inn í þetta frv. Annars er það svo, eins og ég tók fram við 1. umr. þessa máls, að höfuðbreyt. í þessu frv., auk þess sem framlagið er hækkað stórkostlega frá því sem verið hefur, er sú, að hér eru veitt lán til þessara mála með mjög lágum vöxtum, lægri vöxtum og lengri afborgunarfresti en áður tíðkaðist. Þetta er mjög mikil breyting og getur náttúrlega orkað tvímælis, að hverju leyti sú stefna er til bóta og að hvaða leyti ekki, en við í landbn. höfum fallizt á að mæla með því, að þessari stefnu sé fylgt. Að öðru leyti skal ég svo ekki fara um þetta fleiri orðum, en ég vil þó aðeins geta þess, sem tekið er fram í nál., að einstakir nm. hafa óbundnar hendur um það að flytja brtt. eða fylgja brtt. annarra þm. við þetta frv., og hefur þegar komið fram brtt. frá einum nm. og er væntanleg frá öðrum; auk þess sem gera má ráð fyrir, að eftir að atkvgr. hefur farið fram um þessar brtt. landbn. við þessa umr., þurfi hún að taka frv. til rækilegrar athugunar áður en 3. umr. fer fram.

Ég vil svo vænta þess, að hv. þm. geti í aðalatriðum fallizt á, þær brtt., sem landbn. ber hér fram, og að málinu verði vísað áfram. Á það leggjum við áherzlu, að málið gangi í gegn nú á þessu yfirstandandi Alþ.