23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1731 í B-deild Alþingistíðinda. (2670)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Það hafa fáar breytingar verið gerðar á þessu frv. í Nd. Þó er nokkur breyting á 13. gr. um lágmark félagatölu í byggingarfélögum til þess þau njóti hlunninda, sem um ræðir. Svo var ákveðið, að lágmark væri 30 úti um land, en 50 í Rvík. Þessu er breytt í 20 úti um land, en 25 í Rvík. Þá er í IV. kafla, 39. gr., ákvæði, að byggingarfélög hafi sama rétt til innflutnings á byggingarefni og þeir, sem nú flytja inn byggingarefni. Ég er samþykkur þessum breytingum og legg til, að frv. verði samþ. eins og það er.