21.03.1946
Neðri deild: 92. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1521 í B-deild Alþingistíðinda. (2689)

181. mál, landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum

Frsm. (Jón Pálmason) :

Ég get fallizt á það hjá 2. þm. N.-M., að nauðsyn er að setja skýr ákvæði um þá menn, sem þegar hafa hafið nýbyggðir. Ég gæti hugsað mér þá aðferð, að þeir mættu velja, hvort þeir kysu lánið eða styrkinn. Það er að sjálfsögðu stórt atriði, að engir árekstrar verði, en það verður að sjálfsögðu aðallega framkvæmdaratriði, enda er það kannske vandasamasta atriðið.

Varðandi það, sem þm. Borgf. sagði um álit og till. B. Í., þá var það rétt, enda eðlilegt, þar sem frv. er samið í samráði við B. Í. Viðvíkjandi því, sem hv. þm. sagði um, að einn maður væri tilnefndur í ráðið af B. Í, þá er það eins og það er nú í lögum.

Varðandi takmörkun á eignarrétti, sem þm. var að minnast á, þá er það aðallega takmörkun á afnotarétti og ég held, að þessi takmörkun sé þannig sett, að hún sé mjög heppileg til tryggingar rekstrinum þegar eigendaskipti fara fram.

Ég held það sé svo ekki fleira, sem gefur tilefni til að fjölyrða um málið á þessu stigi. En ég vil lýsa ánægju minni yfir því, hversu vel stefnir með afgreiðslu þessa þýðingarmikla máls, þó að nokkur atriði séu að vísu óútkljáð.