15.04.1946
Neðri deild: 110. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í B-deild Alþingistíðinda. (2748)

181. mál, landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum

Skúli Guðmundsson:

Ég tel, að ein breyt. að minnsta kosti, sem gerð hefur verið á frv. í Ed., sé til hins verra. En það er, að felld hefur verið niður síðari málsgr. 17. gr. Ég tel heppilegra, að sú heimild, sem þar var gefin, sé í frv., og flyt á þskj. 825 brtt. shlj. þeirri brtt., sem ég flutti áður hér í Nd. og var þá samþ. Vænti ég, að hv. d. hafi ekki breytt um skoðun síðan. Ég vil benda á, að hér er einungis um heimild að ræða, sem aðeins skal nota handa þeim, sem heldur kjósa að fá stuðninginn í þessu formi, og ég fæ ekki séð, að þetta reki sig á önnur ákvæði frv. Ég get ekki heldur séð, að frv. sé teflt í nokkra tvísýnu, þótt það fari aftur til Ed., þar sem hún mun eiga eftir að starfa nokkuð enn þá.