06.02.1946
Neðri deild: 64. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (2784)

159. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. Það stendur eins á um þetta frv. og það, sem var hér til umr. næst á undan, að frv. var sent sjútvn. þessarar hv. d. með tilmælum hæstv. ráðh. um að flytja þetta mál, en sökum þess, að skammt var til þingfrestunar, vannst ekki tími til þess að athuga það í n. neitt verulega. Sjútvn. var hins vegar samþykk höfuðtilgangi frv., og til þess að flýta fyrir meðferð þess hér á hv. Alþ., ákvað n. að flytja það með svipuðum fyrirvara og frv. til l. um lántökuheimild til handa síldarverksmiðjum ríkisins.

Ég get lýst yfir því fyrir hönd sjútvn., að hún mun taka það til athugunar að nýju milli umræðna, og hef ekki aðrar óskir fram að færa fyrir hönd n. en að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.