14.02.1946
Neðri deild: 67. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (2794)

159. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Frsm. (Sigurður Kristjánsson) :

Herra forseti. Þetta mál hefur verið tekið af dagskrá áður, eftir beiðni sjútvn. þessarar d., því að hún hefur, eins og tekið er fram í grg., ákveðið að taka málið fyrir á milli 1. og 2. umr. Nú hefur enn ekki unnizt tími til þess í n., því að það hafa mörg mál orðið síðbúin og komið til n. á síðasta tíma. Hún situr nú á föstum fundum og aukafundum, en hefur ekki unnizt tími til að gera þá athugun, sem fyrir liggur, að hún geri á þessu máli. Nú er ekki von til þess, að n. vinnist heldur tími, til þess fyrir helgina. Þess vegna mælist ég til þess fyrir hönd n., að hæstv. forseti taki þetta mál af dagskrá nú og ekki á dagskrá fyrr en í samráði við nefndina.