03.04.1946
Neðri deild: 101. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (2816)

159. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Eysteinn Jónsson:

Ég hef leyft mér að flytja brtt. við þetta frv., um að fela stjórn Síldarverksmiðja ríkisins yfirstjórn síldarniðursuðuverksmiðjunnar. Mér virðist réttara að hafa þann hátt á en að setja nýja stjórn yfir þessa verksmiðju. Hún verður á Siglufirði, þar sem síldarverksmiðjurnar eru líka. Hún mun fá hráefni a. m. k. virðist það liggja beinast fyrir — frá Síldarverksmiðjum ríkisins, og væri þá heppilegast, að verksmiðjurnar báðar lytu sömu stjórn. — Ég skal svo taka það fram, að ég ætlast til, að stjórn síldarverksmiðjanna sjái um byggingu verksmiðjunnar, þótt það sé ekki tekið fram í till.

Ég vænti svo, að samkomulag geti orðið um að samþ. þessa brtt. Þetta var ekki útrætt í n., og get ég því fallizt á að taka till. aftur til 3. umr.