17.04.1946
Efri deild: 110. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2048 í B-deild Alþingistíðinda. (2898)

31. mál, menntaskólar

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson) :

Þetta verða bara örfá orð. Ég verð að svara hv. 6. þm. Reykv. því til, að skiptar hafi verið skoðanir um, hvort Alþ. sé hinn rétti vettvangur og gildur aðili til að ákveða staðinn. Honum er í sjálfsvald sett að flytja brtt. Deilan er um það í rauninni, hvort þetta skuli komast inn í lög.

Viðvíkjandi orðum hv. þm. Barð. um það, að ég fylgdi fram málum án áhuga, en væri bundinn samkomulagi, þá vildi ég segja þetta: Lýst var yfir í hv. d., að hæstv. ríkisstj. vildi hraða þingstörfunum, svo að þ. mætti verða lokið fyrir páska. Þau mál verða því tekin fyrir, sem komið hefur verið sér saman um, að séu nauðsynleg. En deila er um, hvort þetta og fleiri mál skuli tekin með í það samkomulag.

Allir vita, að þessi ákvörðun var tekin, og reynt hefur verið að semja á þeim grundvelli. Svo er sagt, að enginn sé minn áhugi á málinu! Ég efa stórlega, að menn muni leggja trúnað á þetta.

Að því er snertir hv. þm. Dal., þá fer ég ekki út í neinar deilur við hann. Það hefur verið deilt mikið um það atriði, er 16. gr. frv. varðar. En brtt, sú, er við hana er fram komin, er á leið niður sem fleiri.

Annars er engin þörf að orðlengja um till. og verða atkv. að skera úr.