26.11.1945
Neðri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2139 í B-deild Alþingistíðinda. (29)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Páll Zóphóníasson:

Í þessu sambandi langar mig að spyrja hæstv. ráðh., hvort nokkuð sé satt í því, að ríkisstj. hafi leyft að selja fóðurbæti til Færeyja á þessu hausti, og hvað það magn hafi verið mikið og hvort slíkum sölum eigi að halda áfram. Mér þykir nokkuð einkennilegt, ef slíkt hefur verið leyft, meðan íslenzkir bændur hafa fóðurbæti af mjög skornum skammti, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. (Fjmrh.: Hvenær á þetta að hafa skeð?) Í sambandi við færeysku samningana seint í sumar.