24.04.1946
Efri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2909)

31. mál, menntaskólar

Haraldur Guðmundsson:

Ég mæltist til þess við hæstv. forseta í gær, að hann frestaði afgreiðslu þessa máls, með tilliti til skriflegrar brtt., sem þá var lögð fram, þangað til í dag. Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, ef þessi till. liggur enn fyrir, að þá yrði umr. enn frestað um sinn, þó ekki lengur en til næsta fundar.