24.04.1946
Efri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2911)

31. mál, menntaskólar

Forseti (StgrA) :

Eins og hv. þdm. er kunnugt, fer nú að verða naumur tími til afgreiðslu þingmála, og er ekki gott að fresta þeim mikið úr þessu, ef þau eiga fram að ganga. En ef það getur orðið til þess að greiða fyrir samkomulagi um afgreiðslu málsins að fresta því um sinn mun ég að sjálfsögðu verða við því.