16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1824 í B-deild Alþingistíðinda. (2985)

194. mál, útflutningur á afurðum bátaútvegsins

Pétur Ottesen:

Ég vildi aðeins til viðbótar því, sem ég sagði áðan, láta í ljós ánægju mína yfir því, að fram er hér komin till., sem hv. þm. V.-Húnv. flytur, um að ríkisstj. sjái svo um, að hliðstætt gildi gagnvart landbúnaðarvörum. Mér finnst í alla staði eðlilegt, að slík ráðstöfun sé gerð, því að allar líkur benda til þess, að ef sá atvinnuvegur á að geta haldið í horfinu, þurfi að grípa all ráðstafana hliðstæðra þeim, sem hér um ræðir, gagnvart honum, að því er snertir útflutningsvörurnar. Það er ekkert öryggi fyrir því, að það verð fáist á erlendum markaði fyrir þessar vörur, sem svarar til framleiðslukostnaðarins innanlands. En þetta verður að haldast í hendur a. m. k., og þurfa þó útflutningsverðmætin alltaf að gera heldur betur en að bera uppi tilkostnaðinn á hverjum tíma, ef nokkur þróun á að vera í atvinnurekstrinum. En ýmsar líkur benda til þess, að það erlenda verð, sem um er að ræða, svari, til þess, sem nú er. — Þessi till. er í fyllsta máta sanngjörn, því að það er eðlilegt, að löggjöfin taki til þessa hvors tveggja alveg jafnt.