17.04.1946
Neðri deild: 113. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (2990)

194. mál, útflutningur á afurðum bátaútvegsins

Lúðvík Jósefsson:

Ég vil segja fáein orð út af því, sem hv. 2. þm. S.-M. sagði. — Ég hef litið á þetta verðtakmark, kr. 1.70 á kg af stórfiski, sem verðgrundvöll. — Svo er annað örlítið atriði. Það slæddist nokkur ónákvæmni inn, og er skýrara að segja: fiskframleiðenda. — Þar eð hæstv. ráðh. er vikinn burt og ég vissi, að hann ætlaði að bera fram brtt., legg ég fram skriflega brtt. við 1. gr., þess efnis, að í stað „fiskeigenda“ komi: fiskframleiðenda.