17.04.1946
Neðri deild: 113. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (2999)

194. mál, útflutningur á afurðum bátaútvegsins

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Út af ummælum hv. þm. V.-Húnv. vil ég segja, að rétt mun vera, að ekki hafi gefizt kostur til að semja við alla. En samið var við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en innan hennar munu, að því er ég hygg, vera um 90% allra hraðfrystihúsaeigenda á landinu. Þeim var boðið þetta af ríkisstj. gegn því hins vegar, að þeir gengju inn á skattinn, og þeir hafa tjáð sig fúsa til þess. — Ég hefði aldrei verið á máli því, er hér er fram borið, ef svona væri ekki ástatt, enda hefði það verið nýstárlegt að staðfesta þá þetta lagafrv.