23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (3035)

205. mál, beitumál

Frsm. meiri hl. (Steingrímur Aðalsteinsson):

Ég skal ekki halda uppi umr. um þetta mál, en vegna dagskrártill. þeirrar, sem fram hefur komið, vil ég segja nokkur orð. — Till. þessi felur í sér, að ekki sé ástæða fyrir ríkið að leggja í það, sem í frv. ræðir, vegna þess að það sé áhættusamt. Ég vil taka það fram, að að mínum dómi eru verkefni beitunefndar að sjá um, að alltaf sé næg og góð beita til í verstöðvunum. N. á fyrst og fremst að fylgjast með þessum málum og er ekki ætlazt til, að n. noti heimild þá, er gefin er í frv. um að kaupa frystihús og reka þau, nema beita sé ekki til, eins og segir í 5. gr., með leyfi forseta: „Ef athugun beitunefndar leiðir í ljós, að sérstök ástæða sé til að óttast beituskort, er henni heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að frysta eða láta frysta síld til beitu.“ Ég tel því dagskrártill. þessa ekki á nógu sterkum rökum. byggða og vænti, að hún verði felld, en frv. samþ.