23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (3036)

205. mál, beitumál

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Ég vil benda hv. 4. landsk. þm. á, að þessi rök hans eru ekki rétt. Auk þess er það blekking ein, að það, sem hann hélt fram nú, sé aðalatriðið fyrir hann og flokk hans. Það sannast með því að vitna til afstöðu hans til málsins á síðasta þingi. — Nú liggur fyrir ákveðin umsögn frá Fiskifélaginu um það, að ástandið í þessum málum sé allt annað en það áður var, og sömuleiðis, að nú séu 76 frystihús í landinu. Það er og upplýst, að frystihús, sem kaupa fisk af bátum, verða að tryggja þeim beitu. Þetta er meiri trygging en þó að ríkissjóður byggði eitt frystihús.

Þá kemur það nú í ljós, að frv. þetta er svo langt komið, af því að 4. landsk, hefur haldið því fram, að um það hafi verið samið, sem alls ekki er rétt.