23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (3037)

205. mál, beitumál

Frsm. meiri hl. (Steingrímur Aðalsteinsson):

Hv. þm. Barð. heldur því fram, að það sé ekki aðalatriði hjá mér í þessu máli, sem ég sagði áðan, en ég vil endurtaka það, að aðalatriðið hjá mér í þessu máli er, að alltaf sé til í landinu nóg og góð beita, með hæfilegu verði. Þm. Barð. segir, að þetta sé tryggt með núverandi fyrirkomulagi, en ég leyfi mér að vísa til grg. sjútvn um málið. Í henni segir svo, með leyfi hæstv forseta:

„Það er kunnara en frá þurfi að skýra í löngu máli, hve beitumál útgerðarinnar hafa verið í miklu öngþveiti víða um land undanfarin ár. Iðulega hefur það komið fyrir, að útgerð hafi dregizt saman eða stöðvazt í heilum verstöðvum og jafnvel landsfjórðungum vegna beituskorts, o. s. frv.

Þannig lýsir sjútvn. Nd. þessum málum. Og flm. frv. telja, að ekki verði tryggt, að starf n. komi að fullum notum, nema hafa þessa heimild, ef ekki verður séð fyrir þessum málum á annan hátt.