21.02.1946
Neðri deild: 72. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (3060)

30. mál, gagnfræðanám

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð til viðbótar því, sem ég sagði hér áður. Það liggur mjög ljóst fyrir, hvað á milli ber. En ég vildi aðeins benda á, að ég tel vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að hv. 8. þm. Reykv. fari alls kostar rétt með, sem hann hefur tekið fram í ræðu hér, að það séu tvö gagnfræðaskólahús, sem snerta þessi lög, sem eigi nú að selja. Mér er a. m. k. ekki kunnugt um, að þetta sé svo, en þætti nær lagi í þessu máli, að þar væri fremur um barnaskólahús að ræða en gagnfræðaskólahús. (SigfS: Það eru tvö barnaskólahús, sem á að selja). Þá eru þessi dæmi líka gripin úr lausu lofti, að því er varðar þetta mál.