16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (3082)

30. mál, gagnfræðanám

Haraldur Guðmundsson:

Ég flyt á þskj. 739 brtt., sem meðnm. mínir gátu ekki fallizt á. En ég mun að öðru leyti ekki gera ágreining varðandi afgreiðslu n. Ég hygg, að ég mæli það rétt, að gert sé ráð fyrir 27 stunda kennslu á viku. Nú er lagt til að sú breyt. verði gerð, að hver stund sé stytt niður í 45 mín., en það mun víðast hvar orðin venja. Hins vegar geri ég ráð fyrir, að þessi breyt. minnki ekkert vinnu kennara, þannig að ekki er ástæða til að fjölga kennslustundunum vegna þessa ákvæðis. Að öðru leyti ætla ég, að till. skýri sig sjálf, þannig að óþarft sé að ræða hana nánar. En ef óskað er eftir, get ég fallizt á að taka till. aftur til 3. umr.