24.04.1946
Neðri deild: 119. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (3104)

30. mál, gagnfræðanám

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Herra forseti. Hv. Ed. gerði nokkrar breyt. á þessu frv. Við 10. gr. hafa verið gerðar breyt. á c- og d-lið. Eins og menn muna, var hér í Nd. gerð breyt. á c-lið upphaflega frv., en nú hefur Ed. fært þá breyt. aftur í sitt fyrra form. Þá hefur Ed. bætt inn nýju atriði, um að skólanefndir ráði kennara um stundarsakir, ef þörf krefur. Með þessu atriði kemur Ed. nokkuð til móts við Nd. Þessar breyt. eru í samræmi við skoðun meiri hl. menntmn. Breytingin, sem gerð hefur verið við 39. gr., er um orlof. Hér er rætt um að veita eins árs orlof 10. hvert ár, en tekið fram, að engum kennara sé veitt slíkt orlof nema einu sinni að afloknu 10 ára starfi.

Þá er breyt. um eign skólahúsa, og er gert ráð fyrir, að þau séu sameign ríkis og hlutaðeigandi sveitarfélaga. Meiri hl. menntmn. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það nú liggur fyrir, en einn nm., hv. þm. A.-Sk. (PÞ), flytur brtt. á þskj. 948. Ég geri ráð fyrir, að hann muni ræða um þær till., og sé því ekki ástæðu að ræða þær að sinni.