16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (3139)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég vil þakka hv. þm. N.-M. fyrir leiðréttingu á skekkju í tilvitnun, af því að greinatalan breyttist. Út af því, sem hann sagði um frv. í heild, finnst mér, að ekki þurfi að fara mörgum orðum. Frv. felur í sér tvímælalaust betri kjör fyrir húsmæðraskólana. Varðandi kennarafjöldann vil ég geta þess, að nærri helmingsmunur er á nemendafjölda á hvern kennara í gagnfræðaskólunum og húsmæðraskólunum, og finnst mér það allríflega í lagt. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir allmiklu fleiri kennslustundum, og er það vegna þess, að gert er ráð fyrir verklegu námi að mestu leyti, en þess háttar kennsla verður venjulega miklu léttari.