16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (3142)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Þetta verður aðeins stutt aths. Hv. þm. Barð. var að tala um, að í sambandi við niðurlag 7. gr. sé um tvö óskyld atriði að ræða. Annars vegar, að sveitarfélagið leggi til land, og hins vegar, að þarna megi reka bú sem sjálfseignarstofnun. Þetta get ég ekki séð, að séu neitt óskyld atriði. Búið á að sjálfsögðu að standa undir sér sjálft. Hins vegar geri ég ráð fyrir, að búið teldist til stofnkostnaðar í byrjun. Og eins ef halli yrði á búrekstrinum, þá geri ég ráð fyrir, að sá halli legðist á rekstur skólans. Það má ef til vill segja, að ekki sé með þessu frv. séð eins vel fyrir þessari fræðslu, en það er þó alltaf tryggara um málið búið.

Ég fjölyrði svo ekki frekar um þetta.