13.04.1946
Efri deild: 106. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1944 í B-deild Alþingistíðinda. (3192)

139. mál, almannatryggingar

Frsm. minni hl. (Hermann Jónasson) :

Ég hef sagt það hér tvívegis, að ég vildi, að þjóðin gengi með opin augun á móti því, sem verið er að gera, en ekki sé komið aftan að henni með „sósíalíseringu“ og áætlunarbúskap. Ég hef heldur ekki sagt, hvort ég vilji samþ. þetta eða ekki, heldur að ég vilji ekki samþ. það á þessu stigi málsins.