16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1954 í B-deild Alþingistíðinda. (3201)

139. mál, almannatryggingar

Páll Hermannsson:

Ég tel, að frv. þetta eigi enga hliðstæðu í íslenzkum l., aðra en sjálfa stjskr. Ég álít, að með lagasetningu þessari sé verið að búa til nýtt þjóðfélag, sem að minni hyggju verður betra en það, sem við nú búum við. Þó að undirbúningur málsins sé að ýmsu leyti góður, þá tel ég þó, að hann hefði þurft að vera betri. En þar sem frv. að mínu viti stefnir að fullkomnara þjóðskipulagi, þá segi ég já.3201