20.03.1946
Neðri deild: 91. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2082 í B-deild Alþingistíðinda. (3306)

142. mál, sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Ég bendi hv. 1. þm. Árn. á það, ef hann kynnir sér tekjumissi hreppa á sambærilegan hátt við það, sem hér um ræðir, þá muni hann sjá, að svo hefur verið með farið, að útsvör hafa verið færð til höfuðstóls, talin vextir af honum og hann ætíð verið dálítið hækkaður. — Allt tal um það, að Hraungerðishreppur fái ekki rétt og sanngjarnt mat, er út í loftið. Annars held ég, að ég þurfi ekki að svara honum nánar.

Hv. þm. beinir því til n. að taka till. á þskj. 454 aftur. Ég segi fyrir mitt leyti, að velkomið er að taka hana aftur. En hins vegar sé ég ekki, að það breyti neinu. Sem sagt, ég get tekið hana aftur. Hinar till. eru allar frá einstökum þm.

Ég vil gjarnan geyma till. mína til 3. umr., ef menn halda, að betri niðurstaða fáist með því. Ég get vel orðið við þeim tilmælum að taka hana aftur til 3. umr. Svo held ég, að ég þurfi ekki að segja meira um málið. Auðskilið er, að mennirnir vilja vera saman, sem sameiginlega verða að leysa framtíðarmálin, og ekki láta búta sig sundur í mörg hreppsfélög.