12.04.1946
Efri deild: 105. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (3352)

235. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Eins og grg. ber með sér, er frv. þetta flutt að beiðni hæstv. fjmrh., og fjhn. hefur athugað málið og 4 nm. lýst því yfir, að þeir mæltu með frv. En einn nm. áskilur sér rétt til þess að hafa óbundnar hendúr um sitt atkv.

Þetta frv. er í raun og veru ekki annað en framlenging á gildandi l. frá 1943, og er alveg í samræmi við 1. og 3. gr. þeirra 1. En aftur hefur verið sleppt úr þessu frv. 2. gr. l., af því að í raun og veru er það liðið hjá nú, sem sú gr. fjallaði um, og er því óþarft að taka efni hennar hér upp í frv. En 3. gr. þessara l. kemur aðallega við bifreiðaskattinn og setur þar ákveðnari ákvæði um innheimtu þessa skatts, sem verður alveg sá sami og áður var. Þetta léttir mjög undir með innheimtumönnum við innheimtu hans. Og einnig er með þessum ákvæðum svo að segja útilokað, að bifreiðaeigendur sleppi fram hjá því að greiða sinn bifreiðaskatt og tryggingargjöld bílanna, ef því er fylgt fram.

Við 4 nm. leggjum til, — og e. t. v. verður sá 5. með því, að frv. verið vísað til 2. umr.

Þar sem málið kemur frá n., er óþarft að vísa því aftur til nefndar.