27.04.1946
Neðri deild: 128. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2108 í B-deild Alþingistíðinda. (3441)

248. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Ég hef ekkert sérstakt að mæla fyrir hönd n., en mæli með frv. eins og það er. Æskilegt er, að menn, sem liggja veikir á sjúkrahúsum, fengju að greiða atkv., ef þeir eru andlega heilbrigðir. Ég er því samþykkur, að frv. gangi fram.

Hér kemur til greina, ef veita á spítalasjúklingum atkvæðisrétt, að þá er líka rétt að veita mönnum, er veikir liggja í heimahúsum, sama rétt. Þeir hafa sömu aðstöðu til að greiða atkv. N. er því sammála út af fyrir sig að fallast á hugsunina í brtt. Á hinn bóginn getur hún ekki fellt sig við þann greinarmun, sem gerður er á spítalasjúklingum og þeim, er í heimahúsum liggja. Áður hafa verið gefin út l. um þetta, nr. 50 frá 1923, en þau náðu ekki tilgangi sínum og voru mjög misnotuð. Verði lík l. sett, þarf það athugunar með. Og mikillar varúðar þarf að gæta, ef fara á út í það að fá læknisvottorð. — Nm. eru á einu máli um, að draga beri setningu löggjafarinnar nokkuð, þar eð komið er fast að þinglokum, til þess að hægt sé að undirbúa vel góða löggjöf. Rétt er að setja heildarlöggjöf, þar sem svo væri um hnútana búið, að hún brygðist ekki, eins og l. frá 1923. Till. hv. flm. gengur í þá átt, að þeir einir, sem á spítala liggja, hafi atkvæðisrétt, en vitanlega er það ekki réttlátt. Að sjálfsögðu hefur maður, er veikur liggur í heimahúsum, sama rétt. Setja á löggjöf, sem gefur öllum sjúkum mönnum, en andlega heilbrigðum, jafnan rétt. Um leið og ég mæli með hugsun till., vona ég, að hv. flm. taki hana aftur. En n. leggur til, að frv. nái fram að ganga, enda er hún því samþykk.