17.04.1946
Neðri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2128 í B-deild Alþingistíðinda. (3484)

241. mál, fyrningarafskriftir

Skúli Guðmundsson:

Út af brtt. á þskj. 909 vil ég benda á, að það getur skipt nokkru fyrir einstök fyrirtæki, hvort hún verður samþ. eða ekki. Mér er kunnugt um mjólkurvinnslustöðvar, sem ríkið hefur styrkt með allt að ¼ af byggingarkostnaði, og á síðustu fjárl. var mjólkurbúi norður í landi veittur slíkur styrkur. Ef frv. verður samþ. í því formi, sem n. leggur til, mundi slíkt bú ekki njóta afskriftar. Ég tel því rétt að samþ. brtt. á þskj. 909.