17.04.1946
Neðri deild: 116. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2129 í B-deild Alþingistíðinda. (3490)

241. mál, fyrningarafskriftir

Skúli Guðmundsson:

Af ræðu hv. 7. þm. Reykv. heyri ég, að ekki er að vænta neinna tillagna frá sjútvn. um breyt. á frv. í heild og tæplega frá neinum manni í n., ef málið verður afgr. nú. Legg ég því fram skriflega brtt., svo hljóðandi : „Við 1. gr. Á eftir orðinu „veiðiskip“ komi: flutningaskip.“ Mér finnst öll rök að því hníga, að flutningaskip komi hér til viðbótar. Það er engin ástæða til þess að fjölyrða um þetta. Nægir að benda á, að meiri hluti skipa, sem í flutningum eru að og frá landinu, er útlendur. Íslendingar verða því að afla sér flutningaskipa. Hið sama á vissulega að ganga yfir flutningaskip sem önnur skip. Ég leyfi mér því að leggja till. mína fram fyrir hæstv. forseta og óska þess, að hún verði tekin til umr. og afgreiðslu.