04.04.1946
Neðri deild: 102. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í B-deild Alþingistíðinda. (3520)

141. mál, stofnlánadeild sjávarútvegsins

Frsm. minni hl. (Lúðvík Jósefsson):

Það er aðeins þetta, sem er misskilningur hjá hæstv. ráðh., að það sé nokkuð sérstakt með kæliskipin varðandi lántökur úr sjóðnum. Það er búið að kaupa heilmikið af fiskiskipum og vélum til verksmiðja, sem skulu byggðar í landinu, og hafa allir aðilar sama rétt til lántöku úr sjóðnum þrátt fyrir það. Og það er gefið mál, að ef ákvæði um kæliskipin væri í frv., þá hefðu þeir aðilar, sem eru búnir að kaupa þau, leitað eftir láni úr sjóðnum, og sama gildir um dráttarbrautir og skipasmíðastöðvar.