26.04.1946
Sameinað þing: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2175 í B-deild Alþingistíðinda. (3575)

Varamaður tekur þingsæti o. fl.

forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt bréf frá hæstv, forseta Nd., svo hljóðandi :

„Mér hefur borizt símskeyti frá hv. 1. þm. Skagf., svo hljóðandi: „Óska eftir, að varamaður minn taki sæti í fjarveru minni.“

Þar sem það er á valdi deildarforseta, hvort varamaður tekur sæti, og ég skoða það samþ. af hæstv. forseta Nd., þá liggur fyrir að rannsaka kjörbréf varamanns hv. 1. þm. Skagf. Frsm. kjörbréfan., hv. þm. Str., tekur til máls.