07.11.1945
Neðri deild: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (3743)

69. mál, brúargerðir

Flm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Frv. það, sem ég flyt hér á þskj. 85 ásamt hv. 5. landsk. þm., miðar að því, að tekin verði upp í brúal. Múlaá í Ísafirði. Þessi á er á leið þjóðvegarins frá Arngerðareyri að Múla, og þess má vænta, að þeim vegi muni nú á næstunni verða fulllokið. Það ber þess vegna nauðsyn til þess, að þessi brú verði byggð í nánustu framtíð, og höfum við flm. því lagt til, að hún verði tekin á brúalög.

Nauðsynleg rannsókn á brúarstæðinu hefur þegar farið fram, og liggur skýrsla um hana nú fyrir á skrifstofu vegamálastjóra.

Ég tel ekki nauðsyn bera til þess að fara um frv. fleiri orðum að þessu sinni, en vil aðeins leyfa mér að óska þess, að því verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og hv. samgmn.