02.04.1946
Neðri deild: 100. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (3746)

69. mál, brúargerðir

Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti. Þetta mál, sem hér liggur fyrir, er frv. til 1. um breyt. á brúalögum á þskj. 85, og með tilvísun til nál. samgmn. á þskj. 516 og enn fremur með tilvísun til þess, að þm. hafa heyrt framsögu mína fyrir hönd n. í málinu, sem hér var fyrir síðast, tel ég ekki þörf á að fjölyrða um þetta mál, sem samgmn. hefur nú líka gert till. um afgreiðslu á, eins og um vegamálafrv., sem sé, að málið verði eftir atvikum afgr. nú eftir rökst. dagskrá, eins og hún hljóðar á nefndu þskj. 516. Það eru algerlega sömu rökin, að fá gagngerða endurskoðun bæði fljótt og ýtarlega á brúalögunum, og eins og vitnað er til, að tekið sé tillit til þeirra brtt., sem hér hafa komið fram á þessu þ., og vil ég aðeins mæla með því, að þessi till. um rökst. dagskrána verði samþykkt.