28.11.1945
Efri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (3801)

112. mál, jarðhiti

Flm. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Ég get alveg látið nægja að vísa til grg. með þessu frv. Frv. þetta er flutt samkv. ósk bæjarráðs Rvíkur, sem lét semja frv. og fékk til þess Ólaf prófessor Lárusson, hinn hæfasta mann. Tel ég, að aðalefni þess sé frá honum komið, og ætti það út af fyrir sig að vera trygging fyrir því, að vel sé frá því gengið, því ég tel að það, sem mestu máli skiptir, gætu verið hans hugmyndir, sem þar koma fram.

Ég legg svo til, að málið verði afgr. til 2. umr. og vísað til allshn. Það gæti að vísu komið til mála að vísa því til iðnn., en ég hef gáð að því að allshn. hefur haft þetta mál áður til meðferðar.