02.03.1946
Sameinað þing: 30. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (3827)

110. mál, viðlega báta um vertíðir

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Allshn. hefur rætt till. á þskj. 198 og orðið sammála um að mæla með að hún verði samþ. óbreytt. Henni er fyllilega ljós sú nauðsyn, að hægt sé að skapa þá möguleika fyrir báta, að þeir geti stundað veiðar frá öðrum stöðum en þar, sem þeir eiga heima. En óhætt er að segja, að mikið brestur á, að aðbúnaður báta þeirra, sem fara að heiman, sé góður, en hins vegar er eftir að rannsaka, hvernig þessu verður bezt fyrir komið.

Sé ég svo enga ástæðu að ræða þetta mál frekar, enda var það rætt nokkuð við fyrri umr. Það er knýjandi þörf að rannsaka, hvernig bót verður ráðin á málum þessum.