21.11.1945
Neðri deild: 36. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í C-deild Alþingistíðinda. (3840)

96. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég hef ekki ástæðu til að segja mörg orð til viðbótar því, sem ég sagði áðan. Ég held, að það sé ákaflega hæpið fyrir hv. 2. landsk. þm. (AS) að draga þá ályktun af þeim forsendum, sem fyrir liggja frá minni hálfu, að ég mæli á móti þessu frv. Hitt vil ég endurtaka, að ég tel ekki eðlilegt og tæplega viðeigandi, að þetta frv. verði afgr. á Alþingi í skyndi, án þess að leitað sé umsagnar aðila heima fyrir, sem um þessi má1 eiga að fjalla þar. Þetta vil ég endurtaka, og mér finnst sjálfsagt, að sjútvn. geri það, og þess vegna lagði ég áherzlu á það vegna vinnubragða n. — En um hitt atriðið, sem er nýtt í þessu frv., að tengja byggingu frystihúsa, niðursuðuverksmiðju, beinamjölsverksmiðju og lýsisvinnslustöðvar við hafnargerð, þá held ég, að það hafi ekki verið ofmælt í þessu sambandi, þó að ég segði, að hv. alþm. yrðu að taka afstöðu til þess við síðari umr. og við afgreiðslu þessa máls.

Mál þetta fer að sjálfsögðu til hv. sjútvn., og gefst þeirri hv. n. þá tækifæri til athugana á málinu, sem nauðsynlegar kunna að vera.