27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (3945)

198. mál, lax- og silungsrækt í Austfirðingafjórðungi o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson) :

Herra forseti. Landbn. þessarar d. hefur haft frv. til meðferðar. Hefur hún leitað upplýsinga um þetta mál, og er greint frá því á þskj. 881. Ég vil ekki setja á stað langar umr., en leyfi mér að vísa til nál., en ég endurtek það, sem þar segir, að allir þeir, sem n. leitaði til, telja það sjálfsagt að ráðast í fiskirækt í Lagarfljóti.

Landbn. varð sammála um að afgreiða málið með dagskrá, af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi sá n., að ekki mundi lánast að afgreiða þetta sem 1. á þessu þingi, og í öðru lagi þyrfti að athuga klakskilyrðin betur í bergvatnsám þeim, sem falla í Lagarfljót. Er það því till. n., að þetta verði athugað nú í sumar og næsta Alþ. setji síðan l. um þetta. Ég leyfi mér að vænta, að þessi hv. þd. geti fallizt á þetta, eins og segir á þskj. 881.

Ég leyfi mér svo að þakka hæstv. forseta þessarar d. fyrir nærgætni og sanngirni, sem hann hefur sýnt með því að taka þetta mál fyrir nú í þinglók, og er það áframhald af hinum ágætu viðskiptum hans við dm. sína.