13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í C-deild Alþingistíðinda. (3961)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. Í gær, þegar málið var til umr., óskaði ég eftir, að því yrði frestað, af því að ég vildi koma með brtt. við frv. Hv. þm. A.-Sk. hafði líka boðað, að hann flytti brtt. við frv., og liggja þær nú fyrir. Verð ég að segja, það, að ég er þeim að mörgu leyti samþykkur. Eftir að ég hef rætt við hv. flm. brtt. og frsm. n. skilst mér, að sterkar líkur séu til þess, að hægt sé að fá samkomulag í þessu máli innan menntmn. þar sem sjónarmið hv. þm. A.-Sk. væru fyllilega tekin til greina. Ég vil því leyfa mér að fara þess á leit við hv. þm. A.-Sk., að hann taki aftur till. sínar til 3. umr. og þær yrðu þá teknar sérstaklega til athugunar. Og vildi ég mjög gjarnan fá að fylgjast þar með. Vona ég hv. menntmn. taki þetta sérstaklega fyrir. Ég held málinu sé mestur og beztur greiði ger með því að afgreiða það á þennan veg.